miðvikudagur, janúar 23, 2008

Ný vefmyndavél

Þá er maður kominn með nýja vefmyndavél og kominn tími til. Sú gamla týndist í flutningunum hingað til Danmerkur. Við settum nefnilega allt mikilvægasta rafmagnsdótið, sem mætti alls ekki gleymast, í ákveðinn poka sem aldrei hefur sést síðan. Hér er fyrsta myndin sem er tekin á vélina. Þar sést kallinn nýklipptur því ég fór í morgun til klippikonu hér í hverfinu sem gaf mér rosa gott kaffi, kex og hárskurð. Klippikonan er ættuð frá Rúmeníu, talar mjög skemmtilega ensku og rukkaði aðeins 160 krónur fyrir. Vinaleg klippistofa og mjög góð lífsreynsla, finnst ég vera betri maður á eftir:) Já, og þess má geta að Helga mín er núna á Íslandi þannig að ég fæ að njóta mín óáreittur við uppeldið á yngstu dóttur okkar og við heimilisstörfin, en ég hlakka nú samt mikið til að fá hana aftur heim.






1 ummæli:

Helga sagði...

mikið óskaplega ertu myndarlegur Addi minn!! Hlakka líka til að koma heim, þó það sé nú alveg dásamlegt að vera hér í faðmi fjölskyldunnar.. í heitum potti með pylsuna í annarri og kókómjólkina í hinni :) Kysstu og knúsaðu stúlkuna frá mér