miðvikudagur, janúar 02, 2008

Ágætis leiksvæði fyrir börn og róna

Danir eru mjög lúnknir að skipuleggja umhverfi fyrir fólk, (ólíkt okkur Íslendingum). Á milli Ísafjarðargötu og Leifsgötu hér á Íslandsbryggjunni er þetta fína leiksvæði þar sem foreldrar mega koma í fylgd með börnum sínum. Athugið það er bannað að koma inn á leiksvæðið ef maður er ekki í fylgd með barni. Við hlið leiksvæðisins er svo annar og minni afgirtur völlur. Þar sitja drykkjumenn og aðrir nautnaseggir og hella í sig göldróttum drykkjum. Þetta er ósköp notalegt, börn og foreldrar að dunda í leiktækjunum og bak við þilið fólk að spjalla og súpa, allt í ró og spekt. Það eru reyndar svona drykkjuhorn hér og þar í borginni, því einhversstaðar þurfa allir að vera.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Arnar góðan daginn. Takk fyrir ágætis pistla. Ég hefi mjög gaman af slíkum fróðleiksmolum sem hér má finna. Síðast þegar við frúin fórum til Danaveldis fengum við okkur snæðing á Íslandsbryggjunni og þar fletti ég í snepli sem bar nafnið Bryggjublaðið. Þar las ég að það ætti að byggja fyrsta velknúna neðanjarðarbílastæðið í Danmörku undir þessu leiksvæði, örugglega fyrir fé sem Danir hafa svikið af okkur Íslendingum í gegnum aldirnar. Þú hefðir gjarnan mátt geta þessa í annars ágætum pistli. Þar fannst mér vera skalli á frásögninni, eins og Þórbergur gamli Þórðarson hefði orðað það. Góðar stundir.

Nafnlaus sagði...

Forvitinn said:
Er það rétt að fyrsta stóra Moskvan eigi líka að rísa þarna á Íslandsbryggjunni ? Einnig hefur verið ákveðið að reisa nýtt ungdómshús í hverfinu. Eru þið með innbús tryggingu og fjölskyldu tryggingu ?