mánudagur, desember 31, 2007

Starwars eða ryksuga

-
Við Ásta Hlín fórum með þessum ungu bræðrum, og fjölskyldu þeirra, í Fields í gær. Í þessari stóru verslunarmiðstöð er margt sem gleður augað og freistar. Við fórum m.a. í stóra leikfangabúð þar sem eldri bróðirinn, Gauti Heimir sá fullt af flottum Starwarskörlum. Sá yngri, Ívar Franz lét ekki heillast af neinu inni í dótabúðinni en fékk í staðinn að fara í heimilistækjaverslun skammt frá. Þar eru nefnilega seldar ryksugur, og hann elskar ryksugur, ótrúlegt en satt. Hann á dótaryksugu heima en þessar alvöruryksugur, sérstaklega frá Miele, eru miklu meira spennandi. Hér eru myndir af bræðrunum. Það þarf nú varla að taka það fram að Ívar Franz er á vinstri myndinni en Gauti Heimir á þeirri hægri.


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við hér á Bella center óskum www.hvammstanga/islandsbryggja.com
gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.
Bara smá hugleiðing inn í nýja árið:
Nú hafi þið búið hér í kaupmannahöfn í tæpt ár og þið hafið aldrei komið til Malmö.
Fólk sem býr í Reykjavík hefur
flest allt komið til Mosfellsbæjar. Sá sem að virkilega vill njóta lífsisn fer inn á kaffihúsið "Café Gustav,, en það er er í gamla bænum við Dronningsgatan. Önnur hugmynd er kaffihúsið "Morot kvalitet,, sem er við Petersens gatan. Þau hafa í boði ljúfengar ,,gulrótarkökkur...ummmm. auðvitað ýmist annað feistandi.
En ef ykkur vantar einhver ráð þá bara hringið, fínt er að fara í Ahléns verslunina ef þið viljið gera allt á einum stað. Góðar stundir elsku vinir.