Svona er stemningin á heimilinu þessa dagana. Helga lærir og lærir, og skrifar ritgerðir hægri vinstri. 2. janúar er svo ritgerðarskil og þá byrjar jólafríið hjá henni. Við Ásta Hlín höfum það mjög notalegt á meðan, förum í gönguferðir, liggjum á meltunni undir teppi og njótum þess að þurfa ekkert að stúdera.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli