Hér koma nokkrar myndir frá gærkvöldinu (aðfangadagskvöldi). Á fyrstu þremur myndunum er Ásta Hlín að máta föt og leika sér með nýtt dót. Á fyrstu myndinni er hún í peysu frá Lillu ömmu og er að drekka úr dúkku stútkönnunni sem hún fékk frá Gunnhildi og Trausta. Á næstu mynd er hún í peysu sem amma hennar á Borg prjónaði. Á þriðju myndinni er hún í úlpu frá Óla afa og er að skoða símann sem hún fékk frá ömmu og afa á Akurreyðarfirði. Fjórða myndin er af Ástu Hlín og Óla afa. Takk fyrir allar gjafirnar, svo koma Snæbjörn, Tómas og Lára Huld og taka upp restina af pökkunum þann 4. jan.
2 ummæli:
góð jól og gleði.
God jul min ven!
Skrifa ummæli