Það var mikið um að vera í bænum í dag þegar við Ásta Hlín áttum þar leið um í dag. Á Kóngsins nýja torgi voru borgarbúar að skauta af mikilli innlifun þrátt fyrir snjóleysi hér í bæ. Mynd númer tvö er tekin á Strikinu en þar var múgur og margmenni í dag, líklega að nýta sér útsölurnar eftir jólin. Síðasta myndin er af ferlíki nokkru sem ég tók eftir á göngunni eftir Strikinu. Þetta virðist vera eitthvað sjávarkvikindi og ef vel er að gáð sést glitta í fótlegg neðst til hægri á myndinni. Kannski einhverjir dyggir lesendur kannist við skepnuna, viti hvar hún er niðurkomin eða geti laumað inn fróðleik um hana í formi athugasemda?