Þegar skundað er um stræti borgarinnar er alltaf ljúft að staldra við, setjast inn á kaffihús, og sötra einn kaffibolla. Við vinirnir eigum það til að kíkja inn á kaffihús sem ber nafnið Retro en það er staðsett skammt frá Gamla Torginu á Strikinu. Þar er mjög heimilislegt um að litast og notaleg stemning. Ekki skemmir heldur að það er rekið til styrktar bágstöddu fólki hér og þar í fjarlægum löndum. Skammt frá Retro eru fleiri góð kaffihús og ber þá kannski fyrst að nefna Caffé Zirop, sem bíður upp á ýmsa drykki og léttar veitingar, eins og hamborgara og brennivín.
-
Hér eru þrjár myndir sem ég tók nýverið; Á fyrstu myndinni er Siggi félagi, í kaffihúsagötunni, næsta mynd er tekin á efri hæð Retró, svo er það stemningsmynd af Kristian og Sigurd mine venner.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli