miðvikudagur, desember 05, 2007

Bryggjuhverfið

Vinur minn, hann Eyþór Eðvaldsson, heldur úti heimasíðu þar sem hann segir frá ferðum sínum um Ísland. Þar bregður hann upp myndum af ýmsu athyglisverðu og kryddar frásögnina með margvíslegum fróðleik. Ég ætla hér, svona annað slagið, að feta í hans fótspor og segja frá ferðum mínum um Íslandsbryggjuhverfið hér í Kaupmannahöfn, þar sem ég bý, og það er aldrei að vita hvaða fróðleikur fylgir með.

Hér erum við stödd á Leifsgötu og eins og sjá má eru miklar framkvæmdir í gangi í hverfinu, en hreppararnir eru hér m.a. að skipta um lagnir í götunni.
-
-
-
-

Íslendingasöguhetjan Njáll hefði nú verið ánægður með þessa ljósmyndabúð hér. Njalfoto á Njálsgötu.

-
-
---
-
Hér er svo einn hluti af leikskólanum hennar Láru Huldar á Snorragötu. Leikskólinn heitir Bryggjan (Bryggen), hinn hluti leikskólans er við hinn enda götunnar.
-
-

Hún Bergþóra hefði nú verið stolt af þessu skilti hér!




-


Hreppari í jólaskapi með vélknúinn götusóp, jólahúfu og sígó.

Engin ummæli: