föstudagur, nóvember 09, 2007

Á leiðinni til Íslands

Um hádegisbilið á morgun flýg ég frá Kastrup til Íslands en planið hjá mér er að verja helginni með Tómasi og pabba gamla í Reykjavík. Síðan verður lærdómsvika á Hvanneyri og svo aftur pabbahelgi á Hvammstanga og í Reykjavík. Það væri gaman ef hægt væri að fara til Skotlands fljótlega og hitta þar stóra strákinn minn hann Snæbjörn Helga, Örvar bróður, Þóru og Sigurrós frænku, vonandi verður það hægt við gott tækifæri.
-
Hér eru nokkrar myndir af okkur Láru Huld og Ástu Hlín. Á fyrstu myndinni eru þær í göllum sem Óli afi gaf þeim, á næstu mynd eru þær í fötum sem Pétur bróðir hennar Helgu og Ólöf kærasta hans gáfu þeim, á næstu mynd er Ásta Hlín í peysu sem Snæbjörn gaf henni í afmælisgjöf (smá þema) en á síðustu tvær myndirnar eru hálfgerðar slagsmálamyndir.
-




1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð aldeilis margvelkomin í heimsókn til Edinborgar ef tækifæri gefst!

Þóra, Örvar og Sigurrós