miðvikudagur, október 17, 2007

Snæbjörn kominn frá Edinborg

Hálandahöfðinginn Snæbjörn Helgi lenti á Kastrupvelli í morgun. Við Helga tókum á móti honum og það urðu miklir fagnaðarfundir. Áðan hjóluðum við svo að sækja Ástu Hlín og það var gaman að sjá hvað hún horfði lengi þögul á Snæbjörn meðan hún var að hugsa með sér hvaðan hún kannaðist við kauða, en það var greinilegt að hún var ekki alveg búin að gleyma honum. Hún hafði ekki af honum augun þar til við vorum komin heim aftur en byrjaði að brosa meira og meira á leiðinni. Svo þegar þau systkinin komu heim var faðmast mikið og knúsast. Nú bíðum við bara spennt eftir Tómasi, Villa og Önnu sem koma á föstudaginn.


Snæbjörn fyrir utan leikskólann hennar Ástu Hlínar.
-

-

-



Fagnaðarfundir hjá Snæbirni og Ástu Hlín.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Biðjum brjálað vel að heilsa frá klakanum, kyssiði öll börnin ykkar sjö frá okkur! ;)

Bestu
Berglind og Marek