Jú, héðan frá Kaupmannahöfn er allt gott að frétta. Menn berjast ekki lengur um Ungdómshúsið og hryðjuverkamenn eru ekki búnir að sprengja Norreport, guð sé lof. Það er nóg að gera hjá okkur Helgu í skólanum, Lára Huld er búin að læra fullt af dönskum orðum og Ásta Hlín er byrjuð aftur í leikskólanum eftir salmonelluævintýrið, og auk þess farin að labba út um allt, en hún skríður þó ennþá þegar hún er að flýta sér. Snæbjörn kemur til okkar frá Skotlandi 17. okt og Tómas kemur 19. okt með mömmu og pabba Helgu. Hér er mikil tilhlökkun enda erum við ekki búin að sjá strákana í 3 mánuði. Það verður frábært að fá þau öll hingað út. Bið kærlega að heilsa öllum norður á Íslandi.

g
i
Hér er svo ein mynd af Sigga Frigg sem var tekin í IKEA í dag. Karlinn var að velja sér mublur og var að spá í þennan stól, en honum fannst áklæðið passa vel skyrtuna.
3 ummæli:
Sæll Björn Jörundur hérna aftur. Mér þótti það frekar leiðinlegt að þú skyldir taka út kommentið mitt þarna um daginn. Kannski fór ég yfir strikið, veit það ekki, en ég vona að þú sért ekki mjög reiður við mig, kommon maður ekkert kjaftæði maður. Annars allt gott að frétta, kíki á þig í nóvember.
Ps. ég er líka oft að hjóla hérna í Reykjavík....og það er yfirleitt mjög gott veður.
Hver er þessi siggi í köflóttu skyrtunni? Getur verið að hann sé ættaður frá Súðavík. Finnst það einhvernveginn á fatastílnum. Gæti líka verið sonur Hallbjörns Hjartassonar enn er greinilega góður og yndæll piltur enn sjálfum sér verstur.
Kv
Þórhallur miðill
Skrifa ummæli