mánudagur, ágúst 20, 2007

Arnar Heimir

s
Minn elsti vinur er maður að nafni Arnar Heimir. Hann er einn sá mesti snillingur sem á Íslandi hefur fæðst enda búinn miklum hæfileikum á ólíkum sviðum. Auk þess að vera mikill mannþekkjari og mannvinur hefur hann verið ótrúlegur áhrifavaldur í mínu lífi. Ef ekki hafði verið fyrir hann hefði líf mitt örugglega tekið aðrar stefnur í gegnum tíðina. Það var hann sem kynnti mig fyrir töfrum garðlistarinnar sem leiddu mig á þann stað sem ég er á í dag.

Arnar Heimir Jónsson á vinnubílnum sínum fyrir framan heimili mitt.






Það er því notalegt nú þegar ég sit með kaffibollann á heimili mínu, í einu fínasta hverfi Kaupmannahafnar, að horfa út um gluggann og sjá hann skjótast hjá á græna vinnubílnum sínum, en hann venur komur sínar oft í hverfið, e.t.v. á leið í lágvöruverslunina Nettó eða á leiðinni að blása lauf af göngustígum hér í hverfinu. Nýverið tók ég mynd af kappanum sem ég birti hér með. Ekki skemmir vinskap okkar að við og við fæ ég frá honum símaskeyti þar sem hann tíundar afdrif sín og dagsverk, mér til glöggvunar. Hér læt ég fylgja með smá sýnishorn;
a
06:48 Er nu a leid til vinnu i grænni brók med samloku i vasanum. Dad er skyad og regngallinn er i bakpokanum.
a
07:50 Nú er ég i bellahoj parken og kominn a vinnubil. Fljotur ad vinna mig upp og kominn med undirmann sem er sérvitur gamall hippi.
a
08:38 Er ad klippa hekk. Hippinn stakk af.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu mig nú kannast við þennan kumpána! Sverrir frá Skógum