föstudagur, júní 08, 2007

Fyrsta fréttaskeytið frá Danmörku

Þegar það er mikið að gera er oftast lítið svigrúm til að setjast niður við skriftir. Þannig er það þessa dagana. Við erum á fullu hér að reyna að gera íbúðina fína, kaupa mublur og allskyns dót. Þess á milli skoðum við okkur um í hverfinu til að vita hvað sé hvar. Allt gengur rosa vel, íbúðin er fín og hverfið er frábært. Snæbjörn og Tómas komu í fyrradag og ég sótti þá á Kastrup. Þeir eru rosa hressir og kátir, eru að setja dótið sitt upp í hillur og koma sér fyrir í herberginu sínu. Við fórum í dýragarðinn í gær í steikjandi hita og sáum þar allskyns framandi lífverur. Tómasi fannst þetta reyndar dálítið klent og sagðist vera orðin leiður á dýragörðum. Lára Huld og Ásta Hlín eru líka í bana stuði hér, og nú er mér orðið svo heitt að ég get ekki skrifað lengur. Vonandi getum við hlaðið myndum inn fljótlega, bestu kveðjur til allra, Addi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bestu kveðjur í sólina í Kaupmannahöfn. Fjölskyldan biður að heilsa. Björgólfur frændi

Örvar sagði...

Kæri bróðir

Til hamingju með afmælið um daginn!
Ég þarf endilega að fá hjá þér símanúmer svo ég geti talað við þig. Bestu kveðjur til allra og kældu sólstinginn með öli...

Örvar afríkufari, Þóra þrílemba og Sigurrós sudokuchampion