Áttræðisafmæli ömmu í Stafholti og demantsbrúðkaup þeirra hjóna tókst mjög vel. Bróðurpartur fjölskyldunnar mætti prúðbúinn um kvöldmatarleytið á ættarsetrið og fagnaði með afmælisbörnunum. Þó að höfðingjum eins og Þórði, Jónsa, Huldu, Örvari og Berglindi (og fjölskyldum þeirra) væri sárt saknað var veislan hin besta og ljúft að eiga góða stund með stórfjölskyldunni á hefðarsetrinu með jólaöl í annarri og hangikjöt í hinni.



_
_
Engin ummæli:
Skrifa ummæli