sunnudagur, janúar 07, 2007

Myndir frá afmæli ömmu í Stafholti

Áttræðisafmæli ömmu í Stafholti og demantsbrúðkaup þeirra hjóna tókst mjög vel. Bróðurpartur fjölskyldunnar mætti prúðbúinn um kvöldmatarleytið á ættarsetrið og fagnaði með afmælisbörnunum. Þó að höfðingjum eins og Þórði, Jónsa, Huldu, Örvari og Berglindi (og fjölskyldum þeirra) væri sárt saknað var veislan hin besta og ljúft að eiga góða stund með stórfjölskyldunni á hefðarsetrinu með jólaöl í annarri og hangikjöt í hinni.

Óskar Pétursson söng nokkur vel valin lög fyrir afmælisbarnið í upphafi kvöldsins.






Afmælisbarnið, Helga Sigurðardóttir, fyrir framan arininn í betri stofunni.






Krummi frændi sá um að passa ungu kynslóðina, enda vanur maður, hér er hann með Amöndu Eir, Ástu Hlín og Óttar Örn. Til Hægri sést glytta í Davíð frænda.
_
_

Amma, með nýju íþróttaskóna sem hún fékk frá barnabörnunumm, og Hilla frænka.

Engin ummæli: