Eitt sinn að vetri til kom Þórður Flóventsson að Gautlöndum úr Svartárkoti í blindbyl og hörkuveðri og ætlaði út á Húsavík. Heldur var þó hríðinni að slota. Þeir Gautlandamenn sáu að Þórður hefði lagt á stað að heiman þegar veðrið var sem ákafast. Létu þeir í ljós furðu sína þá því að hann skyldi fara af bæ í slíkum veðurofsa. Þá svarar Þórður: „Um að gera að leggja af stað í veðurbroddi. Þá er von til að maður komist heim fyrir næstu lotu.” Þetta reyndist orð að sönnu. Þórður hélt áfram ferðinni og lauk erindum sínum á Húsavík og víðar í sæmilegu verðri og náði heim í Svartárkot rétt í þann mund sem stórhríð skall á að nýju!

Þeir sem hafa áhuga á ættfræði ,,Svartárkotsættarinnar" ættu endilega að athuga þessa síðu http://www.vortex.is/rhs/jonasogfrida/. Myndin hér til hliðar er fengin af þeirri síðu og einnig sagan stutta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli