-
Við Snæbjörn og Tómas tókum litla rútu frá tjaldsvæðinu á Egilsstöðum til Reyðarfjarðar. Á Neskaupstað vorum við í góðu yfirlæti hjá Sigrúnu frænku og Malla, og dætrum. Við stöldruðum við hjá þeim í þrjá daga, fórum í gönguferðir, sigldum á veiðar, fórum á söfn og leiksvæði, skoðuðum bæinn og höfðum það notalegt á þeirra fallega heimili. Strákarnir voru mjög ánægðir að finna hjá þeim playstation tölvu en þeir voru ekki síður ánægðir að fá að klifra með Helklu í gegnum álhólkin sem liggur í gegnum hina stórfenglegu snjóvarnargarða. Takk Sigrún og Malli fyrir góða daga.



Engin ummæli:
Skrifa ummæli