Við kvöddum Eyþór, mömmu og Kalla, og héldum áfram för okkar um Ísland. Frá Akureyri tókum við rútu til Egilsstaða, með góðu stoppi á Mývatni. Enn er veðrið frábært, yfir 20 stiga hiti, sól og blíða hvert sem við komum. Þegar við komum til Egilsstaða settum við upp litla tjaldið okkar á tjaldsvæðinu, komum okkur vel fyrir og slöppuðum svolítið af. Síðan var rölt í sund og fengin sér súpa að borða, og smá nasl til að hafa með í tjaldinu. Það er komið dálítið næturmyrkur á kvöldin við áttum erfitt með að lesa inni í tjaldinu eftir að dimma dók. Þess í stað sögðum við hvor öðrum margar skemmtilegar sögur og sváfum svo þétt saman um nóttina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli