laugardagur, júlí 31, 2004

Siglufjörður

Nú er hringferðin hafin. Við, Snæbjörn, Tómas og Eyþór lögðum af stað frá Hvammstanga í dag. Eyþór keyrði á jeppanum sínum en á Siglufirði gistum við hjá Arnari Heimi og Auði. Þetta voru góðir dagar, við fórum í sund og leiktæki niðri í bæ, borðuðum góðan mat og nutum veðurblíðunar á Siglufirði. Mikið var af fólki í bænum, en Eyþóri til ama, mest af eldra fólki. Hann sat þó glaður og hress úti garði hjá Adda og Auði og spilaði á gítarinn og söng.





Engin ummæli: