sunnudagur, júní 27, 2010

Systkinin á Íslandsbryggju

-
Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikurnar hér í Kaupmannahöfn. Margir góðir gestir, vinir og ættingjar hafa komið í heimsókn til okkar og dvalið í nokkra daga. Fyrir viku síðan komu svo Snæbjörn og Tómas og það hefur verið mikið stuð hjá systkinunum.

Lára Huld, Ásta Hlín, Snæbjörn Helgi, Anna Bergdís og Tómas Bergsteinn í blíðviðri á Íslandsbryggju.
-
Sumarið er núna loksins komið hér hjá okkur eftir ískaldan vetur og svalt vor, en veðurspáin er all svakaleg næstu daga og er spáð um 30 stiga hita á föstudaginn! Nú er bara að kaupa nóg af sólarvörn og íspinnum.
_
-

1 ummæli:

Ína sagði...

Glæsilegur hópur ;) njótið vel í blíðunni.