-
Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikurnar hér í Kaupmannahöfn. Margir góðir gestir, vinir og ættingjar hafa komið í heimsókn til okkar og dvalið í nokkra daga. Fyrir viku síðan komu svo Snæbjörn og Tómas og það hefur verið mikið stuð hjá systkinunum.
Sumarið er núna loksins komið hér hjá okkur eftir ískaldan vetur og svalt vor, en veðurspáin er all svakaleg næstu daga og er spáð um 30 stiga hita á föstudaginn! Nú er bara að kaupa nóg af sólarvörn og íspinnum.
_-
1 ummæli:
Glæsilegur hópur ;) njótið vel í blíðunni.
Skrifa ummæli