föstudagur, febrúar 10, 2006

Haldið til Horsens

Við Helga byrjuðum daginn snemma og fórum í gönguferð um miðbæjarsvæðið í Köben.
Helga í Metró, þar hittum við Berglind sytur og Marek en við höfðum ákveðið að hittast og fá okkur að snæðing saman þennan lokadag í Köb.
Við skunduðum á veitingastaðinn sem Marek vinnur á og fengum þar mjög góðan mat. Svona er útsýnið frá þeim stað, múrsteinninn er vinsæll í Köbmannahöfn líkt og víðar í Danmörku.
Rauða taskan, Helga, Berglind og Marek. Þau stjönuðu vel við okkur í Köben og gerðu heimsóknina enn frábærari en ella hefði orðið, þrátt fyrir að samt hefði ella orðið nokkuð gott einnig.
Eftir að hafa kvatt Berglindi og Marek, héldum við á lestarstöðina og tókum lestina til Horsens á Jótlandi. Við urðum samferða Söru frænka en hún var á heimleið til Álaborgar en þar stúderar hún sálfræði.
Í Horsens gistum við hjá vini mínum honum Úlfari Trausta og Halldóru. Þau eru svo lukkuleg að eiga þrjú sprellhress börn, Jófríði, Tómas og Kristínu. Hér er Kristín að byggja myndarlegt kubbahús, en hún hefur ekki langt að sækja hæfileikana enda er pabbi hennar að nema byggingarfræði þar í bæ.
Tómas og Jófríður í góðu flippi. Það var rosa gott að hitta þessa stóru fjölskyldu þótt að stutt væri en daginn eftir brunuðum við með lestinni til Árósa.

Engin ummæli: