þriðjudagur, júlí 06, 2010

Tómas orðinn 12 ára!

-
Jæja þá er Tómas minn orðinn 12 ára gamall. Hann hélt upp á afmælið á Hvammstanga en hann og Snæbjörn fóru héðan frá okkur þann 4. júlí síðast liðinn.

Hér er ein sólskinsmynd tekin fyrir nokkrum dögum í sandkassanum hjá okkur og sýnir bræðurna stolta yfir að hafa grafið Önnu hálfa í kaf. Snæbjörn Helgi, Anna Bergdís og afmælisbarnið, Tómas Bergsteinn.

Annars er allt gott að frétta. Það er búið að vera mjög heitt og rakt hér í Kaupmannahöfn síðustu daga, en við fjárfestum nýverið í viftu þannig að við kvíðum ekki komandi hitabylgjum. Til hamingju með daginn Tómas minn, hlökkum til að sjá þig aftur sem allra fyrst.
-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Genial brief and this mail helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.