Við fengum þessa mótorhjólakappa í heimsókn til okkar í dag. Þetta eru þau Hrafnhildur systir og Manni, en þau eru á ferð um Evrópu með Ástu og Dóra, vinum sínum frá Íslandi.
-
Þau komu til okkar laust eftir hádegi og voru þá búin að keyra frá Óðinsvé í rigningu alla leið. Það ku vera fátt leiðinlegra fyrir mótorhjólaakstur en rigningarsuddi og því vonum við sannarlega að þau fái betra veður næstu dagana, hvert sem leið þeirra liggur um lendur Evrópu.
-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli