mánudagur, desember 01, 2008

Huggulegt í myrkrinu

_
Það er dálítið ólíkt að ganga í gegnum hverfið okkar hér í Köben, ja miðað við t.d. Breiðholtið í Reykjavík. Hér á Íslandsbryggjunni er mjög þéttbýlt en lítil bílaumferð. Þess fyrir utan er hverfið ótrúlega dimmt þegar húmar að. Danir tíma ekki mikið að splæsa í ljósastaura og hafa því lágmarks gatnalýsingu. Þetta er svona dálítið eins og að vara staddur úti sveit enda auðvelt að sjá stjörnurnar á himninum þegar þannig háttar með skýin. Hér eru tvær myndir sem ég tók til að bregða ljósi á stemminguna.

















-
-
Hér er strætóinn okkar, 250S, að keyra austur eftir Ísafjarðargötu á leið niður á Ráðhústorg. Það getur verið afar notalegt að sitja uppi á efri hæð vagnsins, njóta útsýnisins og fletta fríblöðunum, verst að miðstöðvarnar í þessum vögnum virðast flestar bilaðar og stundum er þar óbærilega heitt. Þessi strætó gengur frá blokkinni okkar, að skólanum mínum, mjög hentugt.

















-
-
Þessi mynd er tekin við Leifsgötu. Þar er verið að gera neðanjarðarbílastæði fyrir fjögur þúsund bíla með bílalyftum og fíneríi. Þessi framkvæmd tekur mörg ár og mjög metnaðarfull enda verða götunum í kring breytt í botnlanga og skrúðgarður byggður ofan á öllu saman. Svona á að gera þetta:) Klukkan var rúmlega fjögur þegar ég tók þessar myndir, s.s. rúmlega þrjú á Íslandi.
-

2 ummæli:

Berglind Rós sagði...

En skemmtilegt! :)
ég man það einnig þegar ég var að hjóla heim alltaf á næturnar eftir vinnuna á Kbar hvað það var mismunandi eftir hverfum hversu upplýst þau væru. íbúðahverfin eins og ykkar eru mega lítið upplýst meðan bílagötur eins og sú sem við bjuggum við var rosa upplýst! :)
Annars er allt fínt að frétta, er að fara að skipta um vinnu og hætta loksins á þessu blessaða hóteli. fékk vinnu hjá Rauða Krossinum! :) þannig að mín er rosa happy! :)
En ég frétti að þú Addi værir á leið til landsins til að sækja Tómas. það á víst að senda mér alla jólapakkanna og ég fékk það hlutverk að koma þeim til mín. þannig að þú verður að vera í bandi við. EKki gleyma mér!! ;)
Jólakveðja
Berglind

Arnar Olafsson sagði...

Glæsilegt, til hamingju með nýju vinnuna:) Ég kem til Reykjavíkur þann 12da, hlakka til að sjá þig, og alla jólapakkana...