sunnudagur, júní 08, 2008

Heimsókn í sveitina

-
Við Tómas dvöldum á Stóru-Borg um helgina þar sem var stjanað við okkur í mat og drykk. Þar hittum við Gorm, ja og auðvitað Önnu, Villa og Gunnhildi.

Tómas og Gormur áttu góðu stund saman, enda langt síðan þeir hittust síðast
Við keyrðum um engjarnar og skoðuðum nýju folöldin, hér er Tómas milli þúfnakolla og hrossin í fjarska
Hryssan okkar Freyja leit vel út, ekkert orðin of feit, ef þetta er þá Freyja, ég held það a.m.k.:)

Það verður gaman að sýna Ástu Hlín öll dýrin þegar hún kemur hingað eftir tvær vikur.
-

1 ummæli:

Helga sagði...

Hæ, hæ.. gaman að sjá myndir og frá fréttir úr Húnaþingi vestra :) Við hlökkum mikið til að koma og hitta þig, bara 10 dagar eftir.

Helga og Ásta Hlín