miðvikudagur, mars 26, 2008

Snæbjörn orðinn 12 ára

-
Snæbjörn okkar á afmæli í dag. Við byrjuðum daginn á því að fara með stelpurnar á leikskólana og horfðum svo á Transformers kvikmyndina í rólegheitum heima. Næst tókum við Metró niður í bæ, skunduðum á milli dóta- og bókabúða, og fengum okkur gott að borða.
-
Snæbjörn að laga kertin á glæsilegri afmæliskökunni og systkinin fylgjast spennt með
-
Þegar við komum heim úr bænum sóttum við stelpurnar og bökuðum afmælisköku. Snæbjörn sá um að skreyta kökuna. Planið er að enda daginn með pylsuveislu, slaka á og njóta kvöldsins.
-

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Til hamingju með elsta drenginn! flott kaka maður! :)

Biðjum vel að heilsa afmælisbarninu og öllum hinum! :)

kv
Berglind og Marek