laugardagur, mars 15, 2008

Helsingjaeyri

-
Við fórum áðan til Helsingjaeyri sem er bær, á vesturströnd Sjálands, með um 61.000 íbúa. Þar er nú margt að skoða fyrir forvitna ferðalanga. Við skoðuðum gamla miðbæinn og Ólafskirkju sem er elsta byggingin á plássinu, nú og svo auðvitað Krúnuborgarhöllina sem er frá 16. öld. Höllin er byggð á grunni miðaldavirkisins Króksins, en þar á Hamlet hinn frægi að hafa sprangað um þegar hann var uppi á sínu besta, en það er náttúrulega bara haugalygi.
-
Seglskip við höfnina í Helsingjaeyri og Krónuborgarhöll í bakgrunni
-
Annars er nú bara allt fínt að frétta héðan. Gunnhildur systir hennar Helgu er hjá okkur núna og var í þessum orðum skrifuðum að klára að baka ellefu kökur sem hún ætlar að troða í frystinn okkar, ekki amalegt það. Ásta Hlín er á fullu að æfa sig í að segja þau orð sem hún kann og er alltaf jafn hress og glöð, og ákveðin. Lára Huld er líka byrjuð að leiðrétta mömmu sína í dönskunni (ekki mig því ég tala lýtalausa dönsku), Tómas kemur á þriðjudaginn hingað út og síðan Snæbjörn og pabbi gamli á fimmtudag.
-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við í örestad óskum ykkur gleðilegra Páska. Biðjum að heilsa þeim Afa Óla, Tómasi og Bergsteini.