Við Tókum rútuna frá Breiðdalsvík til Hafnar í Hornafirði og komum okkur þar vel fyrir á tjaldsvæðinu með litla tjaldið okkar. Á tjaldsvæðinu er mjög góð aðstaða, leiksvæði og allt til fyrirmyndar. Við gengum um bæinn, fengum okkur að borða og áttum góðar stundir á leiksvæðinu hjá þjónustuhúsinu. Þar settu bræðurnir upp lítið leikrit sem fjallaði um nýgrafinn mann sam vaknar upp frá dauðum og fer að ofsækja syrganda sinn.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli