mánudagur, ágúst 06, 2007

Brúðkaup Mareks og Berglindar


Við vorum að koma heim frá Póllandi þar sem brúðkaup Berglindar og Mareks var haldið. Við gistum á Hótel Victoria í bænum Wejherowo skammt frá Gdansk. Hótelið var mjög fínt og staðsett rétt við kirkjuna. Eftir fallega athöfn var haldin rosalegasta brúðkaupsveisla sem ég hef verið viðstaddur þar sem hver rétturinn eftir annan var borinn fram ásamt tilheyrandi drykkjum. Það var dansað og drukkið fram til morguns og mikið húllumhæ. Sem sagt frábær veisla hjá Berglindi og Marek og ég óska þeim enn og aftur hjartanlega til hamingju með hvort annað.
-
Hér eru nokkrar myndir frá brúðkaupsdeginum. Efst er það staðsetningin á heimskortinu, síðan ein mynd af hótelinu og svo að lokum myndir af gestum og brúðhjónunum við kirkjuna.
-
































Engin ummæli: