Við fórum norður til Akureyrar og kíktum í kaffi til ömmu og afa í Stafholti til að kveðja þau áður en fjölskyldan heldur til Danmerkur. Snæbjörn, Tómas og Ásta fóru með okkur en Lára Huld var upptekin á Hvammstanga og komst því ekki með. Auk ömmu og afa hittum við mömmu og Kalla, Jóhönnu frænku, Össa, Ingibjörgu og syni. Við gátum auðvitað ekki heldur yfirgefið Akureyri án þess að gægjast inn fyrir dyrnar hjá Hillu frænku og Brynjari. Þegar þangað kom var verið að saga niður öll tréin í garðinum þeirra og allir voru í góðum fíling. Óttar Örn var búinn að stækka helling síðan síðast, ja og Haukur líka stóri bróðir hans.
Tómas, Jóhanna og Snæbjörn á tröppunum í Stafholti hjá langömmu og langafa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli