miðvikudagur, mars 01, 2006

Öskudagurinn á Hvammstanga

Öskudagurinn tókst vel á Hvammstanga, Tómas og Lára Huld voru hjá okkur en Snæbjörn önnum kafinn á Hvanneyri við að leika skrímsli.

Flokkurinn hans Tómasar kom og söng fyrir okkur á skrifstofunni, en við það tækifæri tók ég þessa mynd. Tómas er ninjagaurinn.

Lára Huld var prinsessa á öskudaginn en þessi mynd var tekin heima þegar búningurinn var mátaður.

Engin ummæli: