

Tjörn á Vatnsnesi. Fjölskyldan fór einn kaldan vetrardag þangað til að versla með hross.
Afrakstur hrossakaupanna var folaldið Freyja sem mun líklega verða mikið gæðahross eftir hálfan áratug eða svo. Sagt er að einstaka hross af Tjarnarkyni snerti ekki jörð þegar þeim er riðið, heldur svífi hálfvegis yfir þúfur og grjót. Vonandi verður það raunin með Freyju.
Þegar keyrt er eftir malarvegunum á Vatnsnesi þýðir ekkert annað en að vera mjög einbeittur, enda við öllu að búast þar.
Þegar keyrt er eftir malarvegunum á Vatnsnesi þýðir ekkert annað en að vera mjög einbeittur, enda við öllu að búast þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli